María Ellingsen

María Ellingsen er leikari, leikstjóri og höfundur. Hún stundaði nám við Tilraunaleikhúsdeild New York Háskóla og hefur leikið fjölmörg hlutverk í leikhúsi, kvikmyndum og sjónvarpi bæði hér heima og erlendis. Þá rekur hún sjálfstæða leikhúsið Annað Svið sem hún tekur upp úr vasanum þegar hún rekst á efnivið sem heillar hana. Þar hefur hún skapað margar sýningar, oft í samstarfi við listamenn á Norðurlöndum og ferðast með þær víða. Hún hefur hlotið margar viðurkenningu fyrir störf sín, svo sem á Kvikmyndahátíðinni í Verona sem besta leikkona í aðahlutverki fyrir AGNES og fyrsta leikstjórnarverkefni hennar ÚLFHAMSSAGA hlaut sjö Grímutilnefningar og tvenn verðlaun. Hún hefur stýrt þáttum bæði í útvarpi og sjónvarpi. Er öflugur ráðstefnustjóri og kynnir. Má þar nefna Þjóðfundinn 2009 og heimsókn Dalai Lama. Þá er hún þekktur fyrirlesari og er dæmi um fyrirlestra: Galdurinn á bak við góðar kynningar og Hvernig lifa má af kokteilboð.