Jóhann Alfreð er skemmtikraftur og grínisti með áralanga reynslu af framkomum á hinum ýmsu viðburðum. Hann hefur starfað með uppistandshópnum Mið-Ísland um áralangt skeið en stóð jafnframt fyrir eigin uppistandssýningu Allt í gangi með uppistandaranum Jakobi Birgissyni í Tjarnarbíó. Jóhann hefur komið að dagskrárgerð, handritaskrifum og leiklist en undanfarið ár hefur hann stýrt spurningaþáttunum Heilahristingi á Rás 2 auk þess að sinna dómarahlutverki í Gettu Betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Jóhann tekur að sér uppistand við hin ýmsu tilefni en hefur líka verið kynnir og veislustjóri á fjölmörgum viðburðum. Þá hefur hann útbúið sérhannaðar spurningakeppnir eftir óskum þar um.
- Pub quiz, Uppistand, Veislustjórn
Jóhann Alfreð
Upplýsingar og bókanir á bokanir@modurskipid.is
Uppistand
Í uppistandi mætir Jóhann með 15-20 mínútna framkomu með uppistandsefni sem byggð er á uppistandssýningum sem hann hefur tekið þátt í á síðustu árum. Þá fæðast oft brandarar í kringum tilefnið sem hann er bókaður á.
Veislustjórn
Jóhann er þaulvanur veislustjóri og kynnir og hefur starfað sem slíkur á fjöldamörgum viðburðum síðustu ár. Í veislustjórn blandar hann saman uppistandi, samkvæmisleikjum og spurningaleikjum allt eftir tilefni og óskum hvers hóps eða fyrirtækis.
Pöbb-kviss/Partý pöbbkviss
Jóhann hefur mikla reynslu af spurningagerð, hefur stýrt spurningaþættinum Heilahristingir á Rás 2 og verið dómari í Gettu Betur. Þá var hann yfirspurningahöfundur í spurningaþættinum Með á nótunum á RÚV og hefur komið inn með spurningakeppni vikunnar í útvarpsþættinum Félagsheimilið. Hann tekur að sér að sérsmíða skemmtilegar spurningakeppnir fyrir ákveðin tilefni eða þemu. Þá hefur Jóhann boðið upp á tónlistartengt partý-pöbbvkiss bæði sérstaklega og sem dagskrá inn veislustjórn. Fyrir jól er hægt óska eftir jólapartý-pöbbkvissi.
Kynnir
Jóhann hefur þónokkra reynslu af störfum sem almennur kynnir. Bæði á viðburðum eins og söngvakeppnum og jafnframt á stærri fundum stofnana og fyrirtækja eða á ráðstefnum.
Jólafínir/Árshátíðarfínir
Jóhann Alfreð er meðlimur í stemmningsbandinu Jólafínir/Árshátíðarfínir sem tekur að sér að koma við í jólapartýinu, á árshátíðinni eða við önnur skemmtileg tilefni og hlaða í live-karíókí eða live-jólakaríókí fyrir hópinn.