Vigdís Hafliðadóttir er menntuð í heimspeki en hefur komið víða við í lista- og grínheiminum. Hún vann keppnina Fyndnasti Háskólaneminn árið 2020 og hefur síðan þá komið fram með uppistandshópnum VHS sem hefur staðið fyrir sýningum í Tjarnarbíó tvö leikár í röð. Hún er meðlimur í spunahópnum Improv Ísland, fréttakona hjá satíru-miðli Hatara Iceland Music News sem vakið hefur gríðarlega alþjóðlega athygli og er söngkonan í hljómsveitinni FLOTT þar sem hún semur einnig textana sem þykja hnyttnir og skemmtilegir. Hún hefur einnig komið að dagskrárgerð í útvarpi, handritsskrifum, auglýsingagerð og leiklist.
- Uppistand, Veislustjórn
Vigdís Hafliðadóttir
Upplýsingar og bókanir á bokanir@modurskipid.is
Uppistand
Vigdís mætir með 15-20 mínútna uppistand sem er samansafn af efni frá uppistandssýningum sem hún hefur tekið þátt í á síðustu árum. Hún er einnig með sérstaka jóladagskrá þar sem hún blandar saman gríni og jólalögum.
Veislustjórn
Vigdís tekur að sér veislustjórn og aðlagar hvert verkefni að þörfum og óskum fyrirtækisins. Hún getur blandað saman uppistandi, samkvæmisleikjum og söng með frumsömdum texta sem hentar viðburðinum.
Kynnir
Vigdís hefur þónokkra reynslu af störfum sem almennur kynnir, ýmist á tónleikum, ráðstefnum, bingóum eða bar-svörum.
Söngur
Vigdís syngur ýmist eigin lög eða annarra og getur komið fram með hljómsveitinni FLOTT eða hljómborðsleikara.