Víkingur Kristjánsson útskrifaðist sem leikari árið 2001 og hefur síðan þá unnið á öllum sviðum leiklistar. Hann hefur tekið þátt í leiksýningum hér heima, sem og víða um heim, með leikhópnum Vesturporti, leikið í sjónvarpsþáttum og bíómyndum. Víkingur hefur einnig látið að sér kveða sem rithöfundur, hann skrifaði m.a. leikritið Kringlunni rústað, sem Vesturport sýndi árið 2004, söngleikinn Ást ásamt Gísla Erni Garðarssyni árið 2008, og einleikinn Tribbjút, sem frumsýndur var 2013. Í vor hefjast tökur á nýrri sjónvarpsþáttaröð, Vegferð, sem Víkingur skrifaði handrit að eftir hugmynd sinni og Ólafs Darra Ólafssonar, en þeir félagar fara sjálfir með aðalhlutverk.