Sleit barnskónum á Hellissandi, menntaði sig í London, Eistlandi og Danmörku. Leikari, skapari skemmtikraftur, kennari og frumkvöðull. Frá því að Kári kláraði leiklistarnám sitt árið 2009 hefur hann aldrei setið auðum höndum. Þvert á móti hefur hann tekið að sér mikinn fjölda af fjölbreytilegum verkefnum tengdum listum, menningu og frumkvöðlastarfi. Hann stofnaði sitt eigið leikhús, Frystiklefann, strax eftir útskrift og er eflaust þekktastur fyrir starf sitt þar. Samhliða vinnu sinni í Frystiklefanum hefur Kári tekið að sér fjölda verkefna fyrir svið, sjónvarp, skemmtanir, veislur, auglýsingagerð og talsetningu, bæði hér heima og erlendis. Hann hefur mikinn áhuga á tónlist og semur mikið sjálfur. Bæði fyrir sjálfan sig og eftir pöntunum. Raddgerðin er hár barritónn og hann spilar á gítar, píanó, ukulele og trommur. Kári er þræl-menntaður hláturjógakennari, áhugasamur jógaiðkandi, sundfíkill, margfaldur barnaskólameistari í skák og liðtækur í boltaíþróttunum knattspyrnu, körfuknattleik, blaki sem og spaðaíþróttunum borðtennis, skvassi og golfi. Hann er meðal vöðvaður, vel rauðu skeggi vaxinn, hárið í þynnra lagi, höfuðleðrið yfirleitt snoðað, þyngdin rokkar frá 82-88 kg eftir árstíðum en hæðin helst sú sama; 186 sentímetrar í þunnbotna skóm.