Birna Rún Eiríksdóttir

Birna Rún Eiríksdóttir er 26 ára leikkona og leikstjóri. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2016 og hefur síðan þá leikið á sviði, í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum.Birna byrjaði ung að leika og aðeins 16 ára lék hún sitt stóra hlutverk í kvikmynd, það var hlutverkið Gréta í myndinni Órói, í leikstjórn Baldvins Z. Birna og Baldvin Z mættust á ný í Netflix þáttaröðinni Réttur 3 árið 2015 og hlaut hún í kjölfarið Edduverðlaunin sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir túlkun sína á Hönnu í þáttunum.

Eftir útskrift tók Birna svo þátt í nokkrum innlendum kvikmyndaverkefnum bæði fyrir framan og aftan myndavélina. Má þar nefna kvikmyndina Undir Trénu, stuttmyndina Frú Regína, þáttaröðina Venjulegt fólk og núna síðast þáttaröðina Jarðaförin mín. Hennar fyrsta erlenda verkefni var kvikmyndin Spell sem frumsýnd var í Los Angeles og í framhaldinu á kvikmyndahátíðum um allan heim.

Eftir útskrift lék Birna í Borgarleikhúsinu og tók þar þátt í mjög ólíkum sýningum eins og samsköpunarverkefninu Natan, dramaverkinu Himnaríki og Helvíti og farsanum Sýningin sem klikkar. Síðustu ár hefur Birna einnig leikið með spunahópnum Improv Ísland í Þjóðleikhúsinu. Á sviðinu hefur hún einnig leikstýrt sjálfstæðum sýningum og skólasýningum við frábærar móttökur. Birna er þjálfuð spuna- og grínleikkona með verðlaun á bakinu fyrir dramaleik.

Raddprufur