Hákon Örn Helgason er sviðslistamaður, grínisti og handritshöfundur.
Hákon útskrifaðist af Sviðshöfundabraut LHÍ vorið 2021 en útskriftarsýning hans, Jesú er til, hann spilar á banjó fékk framhaldslíf í Tjarnarbíó haustið 2022, þar sem hún fékk lof fyrir ferskleika og fyndni.
Hákon er meðlimur í tveimur grínhópum sem sýna reglulega á leiksviðum Reykjavíkur; Uppistandshópnum VHS og Improv Ísland. Uppistandshópurinn VHS hefur staðið fyrir fjölmörgum uppistandssýningum í Tjarnarbíó síðan 2019 og fóru af stað með nýja sýningu í byrjun árs 2023. Einnig hefur Hákon meðskrifað og leikstýrt markaðsefni og sjónvarpsþáttum hópsins. Hákon hefur lagt stund á spuna síðan 2016 og sýnt með Improv Ísland í Þjóðleikhúskjallaranum síðan 2019.
Hákon hefur sýnt sviðsverk víða, t.d. í Ásmundarsal og í Umbúðalaust verkefni Borgarleikhússins. Um þessar mundir vinnur Hákon að nýrri uppistandssýningu, skrifum á nýrri sjónvarpsseríu og leiksýningu.