Unnur Birna Backman

Unnur Birna er íslensk leikkona sem nam leiklist við Listaháskóla Íslands. Hún útskrifaðist vorið 2022 með BA gráðu í leiklist.

Leikferill Unnar Birnu hófst á unga aldri. Unnur fæddist árið 1998 í Reykjavík og fór með nokkur hlutverk sem barn í leiknu efni. Þar á meðal má nefna þáttaseríuna Ørnen (2006), Hamarinn (2010), Hraunið (2014) og kvikmyndinni Desember (2009), ásamt stöku auglýsingum, stuttmyndum og talsetningum á barnaefni. 

Unnur hefur að mestu leiti leikið í sjónvarps- og kvikmyndaverkefnum eftir útskrift, þó námið hafi fyrst og fremst verið sviðslistamiðað. Þess að auki hefur hún unnið að talsetningu og hefur mikla reynslu af hljóðbókalestri og stundað hann samhliða sjálfstæðum störfum frá útskrift.

Í sjónvarps- og kvikmyndaverkefnum á síðustu misserum eru hlutverk hennar eftirfarandi: Hlutverk Bríetar í seríunni Afturelding (2023) eftir Halldór Laxness Halldórsson og Hafstein Gunnarsson. Þættirnir komu út vorið 2023 á RÚV og var leikstýrt af Hafsteini Gunnarssyni, Göggu Jónsdóttur og Elsu Maríu Jakobsdóttur. Hlutverk Júlíu í seríunni Gestir (2024), leikstýrt af Ásgeiri Sigurðssyni. Hlutverk Heiðu í seríunni Svörtu Sandar II eftir Baldvin Z, Aldísi Ömuh Hamilton, Elías Kofoed og Ragnar Jónsson. Verkefninu var leikstýrt af Baldvini Z, Álfheiði Mörtu Kjartansdóttur og Erlendi Sveinssyni. 

Nýverið fór Unnur Birna með burðarhlutverk Rúnu í þáttaseríunni SKVÍZ sem sýnd verður á Sjónvarpi Símans páskana 2024. Þættirnir eru skrifaðir af Hlín Ágústsdóttur, Tönju Björk Ómarsdóttur, Silju Rós Ragnarsdóttur og Ólöfu Birnu Torfadóttur en leikstýrt af Reyni Lyngdal.

Talsett hlutverk Rayu í Disney-teiknimyndinni Raya og síðasti drekinn árið 2020.