Birta Söring er nýútskrifuð leikkona frá Listaháskóla Íslands.
Birta hefur einnig lokið diplómunámi í Complete Vocal Institute í Danmörku og hefur mikla söngreynslu. Hún hefur tekið þátt í ýmsum sjálfstæðum sviðslistaverkum, þar má nefna t.d. Strandgate Film Festival og Velkom Yn í samstarfi við Afturámóti. Einnig setti hún upp nýverið einverkið sitt Kríukroppur sumarið 2024 en hún skrifaði og frumsýndi verkið í náminu sínu.
Birta mun leika Auði í söngleiknum Litla Hryllingsbúðin hjá Leikfélagi Akureyrar sem verður frumsýndur nú í október. Þar að auki mun hún taka þátt í söngleiknum Stormur sem frumsýndur er í febrúar í Þjóðleikhúsinu og er byggður á lögum Unu Torfa.