Selma Rán Lima

Selma Rán Lima (1996) er leikkona ættuð frá Íslandi og Grænhöfðaeyjum. Hún útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands vorið 2024.

Selma hefur talsverða reynslu af sviðsleik, enda alin upp í áhugaleikfélögum höfuðborgarsvæðisins frá unga aldri. Eftir grunnskóla hóf hún nám á leiklistarbraut FG, þar sem hún tók bæði þátt í söngleikja uppsetningum og keppti í Söngkeppni framhaldsskólanna. Selma er einnig tónlistarkona, spilar á ýmis hljóðfæri og hefur lokið miðprófi í rhytmískum söng frá Tónlistarskóla FÍH. Hún tjáir sig mikið í gegnum tónlist, bæði syngjandi og dansandi, en hún æfði samkvæmisdans í átta ár og street dans í tvö ár.

Árið 2020 var Selma ráðin til að semja tvö lög fyrir kvikmyndina Uglur, eftir Teit Magnússon,  sem frumsýnd var 2021. 

Síðsumars 2022 fór Selma með aðalhlutverk í stuttmyndinni Bókaskipti, eftir Berg Árnason, en stuttmyndin hlaut fyrstu verðlaun í sínum flokki á RIFF árið 2023. 

Haustið 2023 lauk Selma BADC (British Academy of Dramatic Combat) foundation-námskeiði í rapier skylmingum og óvopnuðum bargada. 

Selma gekk til liðs við Þjóðleikhúsið strax að loknu námi og fer með tvö hlutverk leikárið 2024-2025; Dótturina í fjölskyldudramanu Heim eftir Hrafnhildi Hagalín og Möggu Messi í verkinu um þau Orra óstöðvandi eftir Völu Fannell, sem unnið er upp úr bókum Bjarna Fritzsonar.