Aðalbjörg Árnadóttir útskrifaðist með BFA gráðu í leiklist frá LHÍ vorið 2005 og MA gráðu í Hagnýtri menningarmiðlun frá HÍ árið 2020. Hún hefur starfað í fagumhverfi sviðslista frá 2005 sem leikkona, höfundur, leikstjóri og framleiðandi.
Aðalbjörg hefur leikið í sjónvarpi, kvikmyndum og útvarpi, m.a. í Brján (2024), Þið kannist við (2023), Brúðkaupið mitt (2022), Systrabönd (2021), Ráðherrann (2020), Stella Blómkvist (2017), og Rökkur (2017), Ástarvitinn (2024) og Sjálfsalinn-(2023),
Aðalbjörg starfaði um skeið við Borgarleikhúsið, Þjóðleikhúsið og Leikfélag Akureyrar. Hún er einn af stofnendum leikhópanna 16 elskendur, Soðið svið og Díó, og hefur með þeim sett upp og framleitt sýningar fyrir börn og fullorðna. Hún hefur leikið í fjölda verka annara hópa innan sjálfstæða geirans og norrænum samstarfsverkefnum. Meðal nýlegra verka sem Aðalbjörg hefur tekið þátt í má nefna Ásta í Þjóðleikhúsinu; Mæður, Þoka (sem leikstjóri) og Vaðlaheiðargöng í Borgarleikhúsinu; Blóðuga Kanínan og Piparfólkið í Tjarnarbíói. Aðalbjörg er einn af listrænum stjórnendum hljóð-vappsins Flanerí.