Leikkonan Steinunn Ólína hefur í áraraðir stýrt ótal veislum, fundum og viðburðum. Reynsla hennar í leiklist og öðum verkefnum hefur eflt hana sem frábæran fundar- og veislustjóra.
Steinunn Ólína er einnig landsþekkt fyrir að opna umræðu um hluti sem aðrir hafa varast og óhrædd tjáð sig um ýmislegt í mannlegu eðli og samfélagi okkar sem aðrir hafa forðast að snerta. Samskipti fólks eru henni hugleikin enda snýst leikarastarfið að miklu leyti um rannsóknir á samböndum fólks á milli. Í stuttum fyrirlestri dregur Steinunn upp ýmislegt úr farteski sínu sem ætti að nýtast öðrum til að þora betur að standa með sjálfum sér og þannig axla ábyrgð á eigin vellíðan í lífi og starfi.