Álfrún er leikkona, leikstjóri og höfundur. Hún hefur skrifað leikrit, handrit að sjónvarpsseríu og sett upp sviðsverk með eigin leikhóp, leikið í kvikmyndum og fjölda leiksýninga í Borgarleikhúsi, Þjóðleikhúsi, LA og með sjálfstæðum hópum. Hún er einnig vinsæl rödd fyrir auglýsingar, hljóðbækur og talsetningar á barnaefni. Álfrún er einn fjögurra meðlima gjörningahljómsveitarinnar The Post Performance Blues Band sem stundar listrannsóknir á mörkum tónlistar, myndlistar og sviðslista með feminískum uppákomum. Hún vinnur nú að sinni fyrstu kvikmynd sem fjallar um hljómsveitina. (www.theppbb.com)