Almar Blær Sigurjónsson

Almar Blær er leikari, fæddur 1996. Hann útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands vorið 2021 og hóf störf við Þjóðleikhúsið seinna sama ár þar sem hann leikur í verkunum Kardemommubærinn, Ást og upplýsingar og Sem á himni á leikárinu 2021-2022. Almar hefur einnig tekið þátt í auglýsingum og kvikmyndum og lék til að mynda í kvikmyndinni Agnes Joy árið 2018. Almar hefur auk þessa verið ötull í sjálfstæðu leikhússenunni á Íslandi og tekið þátt í verkefnum á borð við Ég býð mig fram 3 árið 2020 og Nokkur orð um mig sem sýnt var á Fringe festival í Reykjavík 2021. Hann var tilnenfur til verðlaunanna Framúskarandi ungur Íslendingur árið 2017 fyrri framlag sitt til leiklistar á Austurlandi.

Almar hefur mikla ástríðu fyrir „physical theatre“ og lagði stund á það hjá leikhópnum Double Edge Theatre í Massachusetts haustið 2017 og hefur unnið sýningar sem kanna landamæri leiklistar og dans m.a. Og svo er nótt í leikstjórn Önnulísu Hermannsdóttur og Vitranir sem sýnd var í Streitisvita sumarið 2020.