Andri Ívars

Andri Ívars er grínisti og gítarsnillingur og hefur starfað sem slíkur í tæpan áratug. Andri er þekktur fyrir að blanda tilþrifamiklum gítarleik inn í uppistandsrútínu sína sem skapar honum nokkuð afgerandi sérstöðu á Íslandi. Andri var um árabil meðlimur dúettsins Föstudagslögin með Stefáni Jakobssyni söngvara þungarokkshljómsvetarinnar Dimmu en dúettinn flutti grín í bland við “akústískar” útsetningar af þekktum lögum. Auk þess hefur Andri komið fram með uppistandshópnum Mið-Íslandi og sem upphitunaratriði fyrir Ara Eldjárn svo eitthvað sé nefnt. 

Uppistand

Uppistandsatriði Andra er 15-20 mínútna þéttur bræðingur af hans besta gríni. Um er að ræða stutt grín-lög og tónlistartengda brandara í bland við hefðbundið uppistand.

Veislustjórn

Andri er reynslumikill veislustjóri og dýnamískur eftir því. Sem veislustjóri blandar Andri saman uppistandi, tónlist og samkvæmisleikjum sem henta hverju tilefni fyrir sig.

Jólafínir/Árshátíðarfínir

Andri er meðlimur í stemmningsbandinu Jólafínir/Árshátíðarfínir sem tekur að sér að koma við í jólapartýinu, á árshátíðinni eða við önnur skemmtileg tilefni og hlaða í live-karíókí eða live-jólakaríókí fyrir hópinn.