Aníta Briem

Aníta hóf feril sinn 9 ára gömul í Þjóðleikhúsinu, þar sem hún lék mest alla sína barnæsku (Emil í Kattholti, Kardemommubærinn, Fiðlarinn á Þakinu, Óskastjarnan). Hún flutti svo til London 16 ára til að sækja leiklistarmenntun og útskrifaðist úr The Royal Academy of Dramatic Arts með BA gráðu í leiklist.

Eftir nám vann hún í leikhúsi, m.a. með Mike Figgis að tveggja mann sýninunni “A Catalogue of Misunderstandings” í The London National Theatre og í svörtu kómedíunni “Losing Louis” sem var flutt á West End.  
Næst lá leið hennar til Ameríku þegar hún var ráðin til að leika á móti Martin Landau í sjónvarpsseríunni “The Evidence” fyrir ABC.
Önnur helstu kvikmynda-og sjónvarpshlutverk eru m.a. “Hanna” í “Journey to the Center of the Earth” (Warner Bros/New Line Cinema), “Jane Seymour” í “The Tudors” (Showtime), “Sally” í “Doctor Who”, “Elizabeth” í “Dylan Dog” (Hyde Park Films) sem og mest nýlega “Steinunn” í “Ráðherranum” (SagaFilm/RÚV) sem var tilnefnt til bæði Prix Europa og Venice TV verðlaunanna.
Hún mun koma fram í þremur myndum árið 2021:
“Skjálfti/Quake” leikstýrð af Tinnu Hrafnsdóttur 
“Svar við Bréfi Helgu” leikstýrð af Ásu Helgu Hjörleifsdóttur
“Berdeymi/Chicken Boy” leikstýrð af Guðmundi Arnari Guðmundssyni