Árni Þór Lárusson

Útskrifaðist frá breska leiklistarskólanum London Academy of Music & Dramatic Art, árið 2019. Árni þreytti frumraun sína í atvinnuleikhúsi með Leikfélagi Reykjavíkur í ársbyrjun 2021 þar sem hann lék aðalhlutverkið í barnasöngleiknum Gosa á stóra sviði Borgarleikhússins. Hann hefur talsett fyrir Assassin’s Creed Valhalla, leikið í sjónvarpi og mun koma fram í Netflix-myndinni Against the Ice (2021). Árni er leikari við Borgarleikhúsið.