Árni Þór Lárusson

Nýútskrifaður leikari frá breska leiklistarskólanum London Academy of Music & Dramatic Art, árið 2019. Hann hefur leikið í stuttmynd og vann að mörgum sýningum með atvinnuleikstjórum á meðan hann var í LAMDA. Á Íslandi hefur Árni tekið að sér ýmis verkefni í útvarpi, auglýsingum og tónlist. Árni hefur lært spuna hjá Improv Ísland og tók virkan þátt í mörgum uppfærslum á Herranótt ásamt því að sitja í Herranæturstjórn. Árni mun leika í Borgarleikhúsinu á næsta leikári.

Raddprufur