Arnmundur Ernst Backman

Arnmundur Ernst Backman Björnsson útskrifaðist af leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2013 en hann hefur frá 7 ára aldri starfað við leikhús, kvikmyndir og sjónvarp. Hann hefur hlotið 4 tilnefningar til íslensku sviðslistarverðlauna Grímunnar og tekið þátt í sjónvarps- og kvikmyndaverkefnum á borð við Ófærð, BBC Shetland, Hvítur Hvítur dagur og Venjulegt Fólk.