Ásthildur Úa Sigurðardóttir

Ásthildur Úa er íslensk leikkona. Hún útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands vorið 2019. Fyrir það hafði hún tekið þátt í ýmiskonar leik-og sviðslistatengdum verkefnum auk þess að vinna í auglýsingum. Á meðal verkefna var hún hluti af leikhópnum Konubörnum sem skrifaði og setti upp samnefnda sýningu Konubörn í Gaflaraleikhúsinu árið 2015. Ásthildur var einnig meðlimur hljómsveitarinnar Reykjavíkurdætra eða Daughters of Reykjavík frá byrjun þeirra árið 2013 og til ársins 2018. Hún hefur ferðast og komið fram með þeim um allan heim á tónlistarhátíðum. 
Á meðan á námi hennar stóð í LHÍ kom hún fram sem kynnir bæði fyrir hönd Listaháskólans á útskrift ársins á undan sér og einnig hefur hún verið kynnir á 17 júní fyrir mismunandi bæjarfélög. Eftir útskrift hefur hún komið fram í sjónvarpsþáttum á borð við Eurógarðinn, Venjulegt fólk og Meikar ekki sens.