Bergur Ebbi

Bergur Ebbi er íslenskur listamaður með mikla reynslu sem uppistandari, leikari, fyrirlesari og rithöfundur. Meðal umfjöllunarefna í útgefnum verkum Bergs Ebba er tæknisaga og áhrif hennar á sjálfsmynd fólks, stjórnmál, valdajafnvægi, breytt heimsmynd, tíska og tíðarandi.  Bergur Ebbi er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og með MDes gráðu í Strategic Foresight and Innovation frá OCAD Háskólanum í Toronto í Kanada auk þess að leggja stund á lögfræði og listasögu við Université de Cergy Pontoise í París. Meðal verka Bergs Ebba eru bækurnar Stofuhiti (2017) og Skjáskot (2019). Bergur Ebbi hefur fengist við gamanleik í sketsaþáttum  og einnig tekið að sér alvarlegri hlutverk, meðal annars í þáttunum Brot og kvikmyndinni Skjálfta.

Raddprufur