Birna Rún

Birna Rún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2016 og hefur síðan þá leikið á sviði, í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Síðustu ár hefur Birna leikið með spunahópnum Improv Ísland í Þjóðleikhúsinu. Á sviðinu hefur hún einnig leikstýrt sjálfstæðum sýningum og skólasýningum við frábærar móttökur. Birna er þjálfuð spuna- og grínleikkona með verðlaun á bakinu fyrir dramaleik.

Birna er þaulreyndur veislustjóri og kynnir og tekur að sér skemmtanir af öllum stærðum. Birna Rún mætir á fyrirtækjaskemmtanir, veislur eða afmælispartý með kviss, í gegnum forritið Kahoot sem gerir allt að 500 manns kleift að taka þátt á sama tíma. Í boði eru ýmsar útgáfur. Hafið samband á bokanir@modurskipid.is fyrir frekari upplýsingar.

Upplýsingar og bókanir á bokanir@modurskipid.is

Almennt quiz

Léttar og skemmtilegar spurningar sem henta stórum hópum með ólíka einstaklinga innanborðs. Reynt eftir fremsta megni að höfða til sem flestra, engar þungar spurningar um sérhæfð málefni. Uppfært reglulega með ferskum spurningum sem tengjast heitum umræðum hverju sinni.

Blush quiz

Sjóðheitar spurningar sem tengjast samböndum, kynlífi og rómantík.

Poppkúltúr-quiz

Spurningar sem tengjast tónlist, kvikmyndum, þáttaröðum o.fl (bleika kakan í Trivial Pursuit). Fjölbreyttar spurningar sem tengjast því allra vinsælasta í skemmtiiðnaðnum sl. ár og áratugi. Hægt að biðja sérstaklega um að hafa spurningarnar tengdar ákveðnum áratug eftir aldur keppanda er svipaður (80’s, 90’s, 00’s).

Óhefðbundið íþrótta-quiz

Spurningar sem tengjast íþróttum á einn eða annan hátt. Uppfærður reglulega í kringum stóra íþróttaviðburði þar sem laumað er inn skemmtilegum spurningum um viðkomandi keppni.

Sérsniðin quiz

Sérsniðnar spurningar sem tengjast því viðfangsefni sem verkkaupi vill. Vinsælt á árshátíðum fyrirtækja þar sem spurt er um sögu fyrirtækisins, starfsmenn og þjónustu þess. Einnig vinsælt í afmælum og veisluhöldum þar sem hægt er að semja spurningar um veisluhaldara. Verð fer eftir umfangi og tímalengd.

Brúðkaups-quiz

Sérsniðnar spurningar um brúðahjónin fyrir veislugesti.