Birta Söring Þórisdóttir

Birta Sólveig Söring útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands vorið 2024. Hún lauk einnig diplómunámi í Complete Vocal Institute í Danmörku og hefur mikla söngreynslu. Birta hefur tekið þátt í ýmsum sjálfstæðum sviðslistaverkum,. Þar má nefna Strandgate Film Festival 2022 í Bæjarbíói og einleikinn Kríukroppur sumarið 2024, en hún skrifaði og frumsýndi verkið í náminu sínu.

Fyrsta verkefni Birtu eftir útskrift var hlutverk Auðar í söngleiknum Litla Hryllingsbúðin hjá Leikfélagi Akureyrar 2024. Hún starfar nú hjá Þjóðleikhúsinu og mun taka þátt í söngleiknum Stormur sem frumsýndur er í mars 2025 og er byggður á lögum Unu Torfa.