Björgvin Franz Gíslason

Björgvin Franz Gíslason útskrifaðist frá Leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2001. Hann hefur  síðan m.a. leikið burðarhlutverk hjá Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, samanber Halti Billi, Allir á svið, Elly, Söngleikurinn Matthildur og Jólaflækja ásamt því að starfa hjá sjálfstæðu leikhúsunum í sýningum eins og Hedwig & Reiða Restin, Benedikt Búálfur og Buddy Holly. Björgvin starfaði lengi sem umsjónarmaður Stundarinnar Okkar en þátturinn vann EDDUNA fyrir besta barnaefnið 2011. Björgvin rekur kvikmyndagerðina Veitan sem stóð meðal annars fyrir þáttunum Í Hjarta Bæjarins – Þú Hýri Hafnarfjörður árið 2018. Björgvin starfar við að talsetja teiknimyndir hjá Stúdíó Sýrlandi og hefur farið þar með stór hlutverk á borð við Zazu í Lion King og Forky í Toy Story 4 svo dæmi séu tekin. Björgvin hefur um árabil starfað sem veislustjóri, kynnir, töframaður og eftirherma fyrir hin ýmsu fyrirtæki, skóla og bæjarhátíðir víðsvegar um landið.

Upplýsingar og bókanir á bokanir@modurskipid.is

Okið undan sjálfum mér

Okið undan sjálfum mér er hreinskilinn fyrirlestur þar sem leikarinn Björgvin Franz lýsir því hvernig hann náði að breyta eigin vinnubrjálæði yfir í innri ró og raunverulega starfsánægju. Hann veltir því upp hvernig maður nær þeim árangri að verða betri starfskraftur með því að eyða færri klukkustundum í vinnunni en meiri tíma með fjölskyldu og vinum. Aðferðirnar sem Björgvin styðst við hafa verið notaðar til að þjálfa afreksíþróttafólk og forstjóra stærstu fyrirtækja heims til að öðlast betri árangri í sínu fagi sem og í lífinu.

Björgvin Franz útskrifaðist með MLS gráðu (Master of Liberal Studies) frá University of Minnesota 2015. Hann kennir meðal annars í Stjórnendanámi Stjórnendafræðslunnar við Háskólann á Akureyri og hefur gert síðan 2019 ásamt Eddu Björgvinsdóttur.

Lengd fyrirlesturs: 30 – 45 mín