Björk Guðmundsdóttir

Upplýsingar og bókanir á bokanir@modurskipid.is

Hópefli á vinnustað

Björk hefur þann eiginleika að ná auðveldlega til fólks og nær að láta alla skína á eigin forsendum. Hópeflið er fyrst og fremst hugsað til þess að fólk fái að stíga úr heimi heimsfaraldurs og inn í heim fullan af hlátri, skemmtun og leikgleði. Við vitum öll að síðastliðið ár hefur haft áhrif á andlega heilsu og því er mikilvægt að skapa samstöðu innan hópsins á vinnustaðinum. Hópeflið er fullt af spruðli og verða meðal annars æfingar sem leggja áherslu á hlustun, samvinnu og æfingar sem hlúa að andlegri heilsu.

„Björk stjórnaði hópefli á mínum vinnustað og gerði það full af gleði og jákvæðni. Hún nær auðveldlega til fólks og mætir vel undirbúin til leiks. Þetta var mjög ólíkur hópur en hún náði að fá alla til að skína á eigin forsendum. Mæli hiklaust með Björk“Unnar Geir Unnarsson starfsmaður hjá Menningar og frístundarsviði Reykjavíkurborgar

„Ég fékk Björk í verkefni á Jólahlaðborði í vinnunni minni og hún sló í gegn. Mæli innilega með henni. Allt stóð eins og stafur á bók og þessi súper aðlögunarhæfni hennar og útgeislun fór ekki framhjá neinum.“Auður Kristín Þorgeirsdóttir starfsmáður hjá Birtingahúsinu

Fyrirlestrar

Björk er með mikla ástríðu fyrir spuna eða Improv og er búin að vera hluti af Improv Ísland frá 2015. Björk trúir því að ef allir kynnu lykilatriðu spunans yrði heimurinn að betri stað. Hún talar um hvernig hægt er að nýta verkfæri spunans í daglegu lífi og hvernig hann æfir margþætta hlustun, leikgleði og núvitund. 

Veislustjórn

Björk hefur mikla reynslu af því að stýra skemmtunum og veislum fyrir mismunandi aldurshópa og vinnustaði. Hún á auðvelt með að ná til allra, er með einlæga en jafn framt fyndna orku sem fær alla í veislunni/skemtuninni til að njóta, hlæja og eiga frábæra kvöldstund. Björk er fjölhæf og getur því sniðið skemmtiatriðin að veislunni. Hún getur meðal annars samið grínlög á staðnum eða verið með uppistand. Björk hefur meðal annars verið kynnir á Lúðrinum, íslensku auglýsingaverðlaununum 2021.

„Hún er svo drulluskemmtileg og fyndin þessi, væri til í að bóka hana til að veislustýra lífi mínu. Ekkert hópefli bara einefli.“Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir Uppistandari

„Langaði bara til þess að deila því hér að ég fékk Björk til þess að vera veislustjóri í afmælis/útskriftaveislu hjá mér fyrir skömmu. Sé sko ekki eftir því. Hún stýrði þessu af fagmennsku, var vel undirbúin og fáránlega skemmtileg. Náði mjög svo blönduðum sal á sitt band. Hún fær því mín allra bestu meðmæli eftir þessa reynslu. Bara snillingur þessi stelpa og mæli hiklaust með að þið veljið hana ef ykkur vantar einhvern til þess að stýra eða poppa upp veisluna ykkar. Þúsund þakkir fyrir mig.“Þórdís Ólöf Viðarsdóttir nýútskrifaður lögfræðingur

„Björk tók að sér veislustjórn á árshátíð Ljóssins í október og það er óhætt að segja að hún hafi slegið í gegn. Hún mætti galvösk til leiks, var fljót að lesa hópinn og úr varð skemmtun sem fékk fólk til að veltast um af hlátri og taka virkan þátt í kvöldinu. Veislustjórnunin var vel undirbúin og ég held að reynsla hennar af spuna skili sér mjög vel í hlutverk veislustjórans og leyfi henni að tækla ófyrirsjáanleg augnarblik á skemmtilega vegu. Það sem kom mér mest á óvart er hvað hún getur sungið en tónlistaratriðin sem hún skellti í samhliða öðru sprelli voru á heimsmælikvarða. Mæli heilshugar með Björk ef þú ert að leita að einhverjum til þess að stýra þínum viðburði.“Sólveig Kolbrún Pálssdóttir markaðs- og kynningarstjóri Ljóssins

„Hef verið í veislu þar sem hún var veislustjóri og hló svo mikið að mig verkjaði í kinnarnar“Sigurður Viðarson