Björk Guðmundsdóttir

Björk Guðmundsdóttir útskrifaðist frá leikarabraut sviðslistadeilar Listaháskóla Íslands 2021. Hún hefur tekið þátt í ýmsum sviðslistatengdum verkefnum. Hún fór meðal annars með hlutverk Róhildar í myndinni Endurfundir leikstýrt af Ragnari Bragasyni, eitt af útskriftarverkum LHÍ. Hún er hluti af leikhópnum Orange Peel og lék aðalhlutverkið SHE í verkinu Requiem For a Woman, leikstýrt af Uršulė Bartoševičiūtė. Verkið var sýnt í Vilníus árið 2020. 

Síðastliðin ár hefur Björk starfað í Þjóðleikhúsinu þar sem hún er virkur meðlimur Improv Íslands. Hún hefur verið einn af lykilmeðlimum hópsins frá árinu 2015 og lært í tveimur af virtustu spunaskólum heims í New York og LA. Björk hefur skrifað og leikið í verkefnum á borð viðEurovision-gleðin okkar 12 stig“ á dagskrá RÚV, auglýsingu fyrir Umhverfisstofnun og Orkuveitu Reykjavíkur. Hún var einnig andlit fyrir auglýsingarherferðina Sumarilm. 

Björk hefur einnig leikið og komið fram í ýmis konar sjónvarpsþáttum. Björk hefur margra ára reynslu af veislustjórn á ýmis konar skemmtunum og veislum.