Blær Hinriksson

Blær Hinriksson er leikari, fæddur árið 2001. Hann byrjaði sinn kvikmyndaferil 14 ára í stuttmyndinni Regnbogapartý. Blær fékk sinn fyrsta almennilega smjörþef af leiklist árið 2015 þar sem hann lék eitt af aðalhlutverkum í kvikmyndinni Hjartasteinn (2016) sem hlaut yfir hundrað alþjóðleg verðlaun. Fyrir leik sinn í Hjartasteini hlaut Blær Edduverðlaunin sem leikari í aðalhlutverki 2017 ásamt nokkrum alþjóðlegum verðlaunum. Hann hefur einnig leikið í nokkrum stuttmyndum og auglýsingum ásamt því að sinna módelstörfum.