Daniel Hans Erlendsson

Árið er 2014. Daniel ráfar inn í prufu fyrir kvikmyndina Hjartastein. Eftir marga mánuði og jafn margar prufur fékk hann sitt fyrsta kvikmyndahlutverk, og sú reynsla varð til þess að hann gat strax ekki séð fyrir sér að gera neitt annað í framtíðinni. Síðan þá hefur Daniel tekið þátt í ýmsum öðrum verkefnum, þ.m.t. sjónvarpsþáttunum Stella Blómkvist, kvikmyndinni Héraðið, talsetning fyrir teiknimyndir, fjöldi stuttmynda og er um þessar mundir að leika í nýjum og spennandi tölvuleik.