Daníel Takefusa

Daníel hefur verið virkur í leiklist frá ungum aldri og þá ber helst að nefna aðalhlutverkið í menntaskólasöngleiknum Thriller. Fæddur á Íslandi en uppalinn í Bretlandi, Daníel talar bresku með óaðfinnanlegum RP (Received Pronunciation) hreim sem hefur nýst honum vel erlendis.
Daníel útskrifaðist árið 2018 af leikarabraut í Rose Bruford College og á sama ári lék hann í fyrstu uppsetningu nýskrifsins Mayday mayday Tuesday í London.
Árið 2020 flutti Daníel aftur til Íslands og var þá ráðinn í verkið Orlando undir leikstjórn Arnbjörgu Maríu Daníelsen í Borgarleikhúsinu. Meðal annara verkefna árið 2021 til 2022 má sjá Daníel í auglýsingaherferðum fyrir Collab, Íslandspóst og Hagkaup, einnig sem karakterinn Mike í stuttmyndinni Samræmi eftir Kristínu Eysteinsdóttur.
Árið 2022 hóf Daníel störf við The Jack Studio Theatre, þar sem hann fer með hlutverk í uppsetningu af Richard II.