Ebba Katrín Finnsdóttir

Ebba Katrín útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands vorið 2018. Eftir útskrift bauðst Ebbu samningur við Borgarleikhúsið þar sem hún lék Emmu í Dúkkuheimili 2. hluti, Marínu í NÚNA 2019, Ófelíu og Laertes í Hamlet litli og Filippíu í söngleiknum Matthildur

Ebba starfar nú við Þjóðleikhúsið. Fyrsta verkefni hennar í Þjóðleikhúsinu var hlutverk Uglu í Atómstöðinni í leikstjórn Unu Þorleifsdóttur. Meðal annara hlutverka eru Júlía; Rómeó og Júlía, Korovief; Meistarinn og Margaríta, Björk; Nokkur augnablik um nótt og ýmis hlutverk í Ást og Upplýsingar. Sumarið 2022 fór hún með hlutverk Brynhildar Buðladóttur og völvu í uppsetningu Þorleifs Arnar Arnarssonar; Temple of Alternative Histories sem sýnt var í Staatstheater Kassel, Þýskalandi.

Ebba lék annað aðalhlutverka í sjónvarpsmyndinni Mannasiðir eftir Maríu Reyndal en myndin var valin besta leikna sjónvarpsefnið á Eddunni 2019. Í kjölfarið hefur hún leikið í stuttmyndinni Samræmi, kvikmyndinni Agnes Joy, þáttaseríunum Venjulegt Fólk 2 og Venjulegt Fólk 3, Áramótaskaupi sjónvarpsins 2019/2020/2021 og sjónvarpsauglýsingum ásamt því að hafa lesið inn á auglýsingar og tekið þátt í útvarpsleikritum. Ebba Katrín hlaut Grímuverðlaunin 2020 sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Uglu í Atómstöðinni.
Tilnefningar
Gríman 2021, leikkona í aðalhlutverki fyrir hlutverk Júlíu í Rómeó & Júlía
Gríman 2021, tónlist ársins fyrir tónlist í Rómeó & Júlía
Gríman 2019, leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk Filippíu í söngleiknum Matthildur