Ebba Sig

Ebba Sig er leikkona, uppistandari og skemmtanastýra. Hún útskrifaðist af leikarabraut frá Rose Bruford Collage í London árið 2015 og setti í kjölfarið upp Einleikinn Guðmóðirin á Kaffi Laugalæk. Þar var Ebba í aðalhlutverki en auk þess að leika, skrifaði hún verkið og framleiddi. Sýningin vakti mikla athygli og var uppselt öll kvöld. Frá því hefur Ebba reglulega verið með uppistand, á Kaffi Laugalæk og Hard Rock svo dæmi séu nefnd en einnig í ýmsum einkasamkvæmum og fyrirtækjaskemmtunum. Ebba er einnig þaulvön veislustýra.

Upplýsingar og bókanir á bokanir@modurskipid.is

Uppistand

Það er sjaldan langt í grínið og á Ebba það til að stíga á svið í Þjóðleikhúskjallaranum með grínhópnum Eldklárar og eftirsóttar eða æfingarhóp Improv Ísland. Hún mætir á viðburði, árshátíðir og í veislur með prógramið sitt.

Pub quiz og Partý karaoke

Pub quiz og Partý karaoke er í sérstöku uppáhaldi, en Ebba hefur stýrt slíkum skemmtunum um allt land. Pub quiz má sníða að hópum að öllum stærðum og aldri.