Ebba Sig er leikkona, uppistandari og skemmtanastýra. Hún útskrifaðist af leikarabraut frá Rose Bruford Collage í London árið 2015 og setti í kjölfarið upp Einleikinn Guðmóðirin á Kaffi Laugalæk. Þar var Ebba í aðalhlutverki en auk þess að leika, skrifaði hún verkið og framleiddi. Sýningin vakti mikla athygli og var uppselt öll kvöld. Frá því hefur Ebba reglulega verið með uppistand, á Kaffi Laugalæk og Hard Rock svo dæmi séu nefnd en einnig í ýmsum einkasamkvæmum og fyrirtækjaskemmtunum. Ebba er einnig þaulvön veislustýra.