Edda Björgvins er leikkona og fyrirlesari með meiru og er fastráðin leikkona við Þjóðleikhúsið. Áður en hún útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands nam hún heimspeki við HÍ. Hún er MA í Menningarstjórnun og með diplóma í Jákvæðri Sálfræði frá Háskóla Íslands. Edda hefur leikið í ógrynni bíómynda og leikrita í gegnum tíðina ásamt því að hafa starfað sem höfundur og leikstjóri.
Meðfram leiklistinni hefur Edda haldið fyrirlestra og námskeið í velflestum stórfyrirtækjum landsins og nánast öllum fjölmennustu stéttarfélög landsins. Á námskeiðunum er boðið upp á ýmis konar þjálfun, t.d. tjáningu, ræðumennsku, styrkleikaþjálfun, þjónustutækni, húmor sem samskipta- og stjórntæki, heilsueflingu, leikræna tjáningu, framsögn o.fl.
Edda Björgvinsdóttir fékk Edduna 2018 fyrir besta leik í aðalhlutverki í kvikmyndinni Undir Trénu og var valin besta leikkona í aðalhlutverki af Cinema Scandinavia árið 2017. Hún var tilnefnd til Edduverðlaunanna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Stella í framboði og síðar einnig tilnefnd til sömu verðlauna fyrir sjónvarpsþættina Eddan – engri lík.
Í Screen Daily fékk Edda þessa umsögn eftir frumsýningu myndarinnar í Feneyjum 2017: „Myndin er aftur á móti eign E. Björgvinsdóttur sem stelur senunni. Hún spýtir út úr sér blótsyrðum og sýnir heiftina af slíku afli og öryggi að persónan hennar kemst samstundis á lista yfir minnisstæðar ættmæður hvíta tjaldsins.“