Edda Björgvinsdóttir

Edda Björgvins er leikkona og fyrirlesari með meiru og er fastráðin leikkona við Þjóðleikhúsið. Áður en hún útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands nam hún heimspeki við HÍ. Hún er MA í Menningarstjórnun og með diplóma í Jákvæðri Sálfræði frá Háskóla Íslands. Edda hefur leikið í ógrynni bíómynda og leikrita í gegnum tíðina ásamt því að hafa starfað sem höfundur og leikstjóri.

Meðfram leiklistinni hefur Edda haldið fyrirlestra og námskeið í velflestum stórfyrirtækjum landsins og nánast öllum fjölmennustu stéttarfélög landsins. Á námskeiðunum er boðið upp á ýmis konar þjálfun, t.d. tjáningu, ræðumennsku, styrkleikaþjálfun, þjónustutækni, húmor sem samskipta- og stjórntæki, heilsueflingu, leikræna tjáningu, framsögn o.fl.

Upplýsingar og bókanir á bokanir@modurskipid.is

HÚMOR og HAMINGJA á vinnustað – dauðans alvara!

Öll viljum við öðlast hamingju! Húmor er einstakt tæki til að auka á hamingju okkar og það er mjög áhrifaríkt að beita húmor í samskiptum ef hann er rétt notaður. Fjölmargar rannsóknir hafa leitt í ljós að húmor  í daglegum samskiptum hjálpar fólki að takast á við allskonar uppákomur, leysa úr vandamálum og minnka streitu og húmor auðveldar einstaklingum að sjá jákvæðari hliðar lífsins. Starfsánægja eykst þar sem fólk brosir og hlær saman. Að beita uppbyggilegum húmor styrkir einnig ónæmiskerfið og forvitnilegar rannsóknir hafa leitt í ljós að húmor og hlátur lækni ótrúlegustu sjúkdóma. Góð heilsa er það sem flest okkar kjósum til að auka lífsgæði okkar. Við getum haft mikil áhrif á heilsufar okkar með því að rækta okkur sjálf og næra andann. Húmor í lífi og starfi er á allan hátt uppbyggilegur og nærandi.