Elísabet Skagfjord

Elísabet er náttúrulega rauðhærð leikkona fædd og uppalin á Íslandi. Hún útskrifaðist árið 2018 af leikarabraut frá Listaháskóla Íslands. Elísabet útskrifaðist einnig af nútímalistdansbraut frá Listdansskóla Íslands árið 2014.

Áður en hún hóf nám við LHÍ tók Elísabet þátt í þremur stórum uppfærslum á vegum Borgarleikhússins, Galdrakarlinn í Oz, Mary Poppins og Billy Elliot. Hún lék einnig ballettdansarann Unni í þriðju þáttaseríu af Rétti (Stöð 2, Netflix)árið 2015 í leikstjórn Baldvins Z og aðalhlutverkið í stuttmyndinni Þula árið 2014 sem frumsýnd var árið 2019 á RIFF sem vann einnig verðlaun fyrir bestu stuttmyndina á hátíðinni Frostbiter 2021.