Ellen Margrét Bæhrenz

Ellen Margrét Bæhrenz er fædd árið 1993. Hún útskrifaðist með BA gráðu af leikarabraut Listaháskóla Íslands vorið 2021. 

Áður en Ellen hóf nám starfaði hún sem dansari við Íslenska dansflokkinn árin 2012 til 2016 og tók þátt í fjölmörgum uppsetningum á vegum atvinnuleikhúsanna á borð við Mamma Mia og Mary Poppins í Borgarleikhúsinu. 

Ásamt sviðslistinni hefur Ellen töluverða reynslu af störfum fyrir framan myndavélina sem dansari og leikkona í auglýsingum, stuttmyndum, tónlistarmyndböndum og Söngvakeppni Sjónvarpsins.

Raddprufur