Madame Tourette heitir öðru nafni Elva Dögg Hafberg Gunnarsdóttir. Elva hefur verið viðloðandi uppistand síðan 2010 og hefur jafnan vakið athygli fyrir beittan húmor, einlægni og skemmtileg sjónarhorn á ýmsum málum.
Elva er með talsvert mikið Tourette heilkenni og fjallar um það í uppistandi sínu ásamt ýmsu öðru.
Elva Dögg stofnaði uppistandssýninguna “My voices have Tourettes” árið 2018 ásamt fleirum og gekk sú sýning allt í allt í 5 ár, en allir uppistandarar sýningarinnar glíma við raskanir, geðsjúkdóma eða eru á einhverfurófi. Sú sýning fór fram á ensku og var hún einnig sýnd í Finnlandi og Svíþjóð þar sem hún hlaut fjölda verðlauna.
Sumarið 2022 frumsýndi Elva sína fyrstu sóló sýningu, sem bar nafnið “Madame Tourette”, á LIstahátíð Reykjavíkur og sama haust sýndi hún í Tjarnarbíói við gríðarlega góðar undirtektir. Haustið 2023 var sýningin hennar síðan sýnd í Þjóðleikhúskjallaranum og voru viðtökur þar ekki síðri.
Elva hefur skemmt á ýmsum stöðum í gegnum árin, á árshátíðum, þorrablótum, ráðstefnum, starfsdögum, afmælum og svo mætti lengi telja.
Elva Dögg er búsett í Reykjavík og býr með hundinum sínum.