Eygló Hilmarsdóttir

Eygló Hilmarsdóttir er leikkona, handritshöfundur og skemmtikraftur. 

Eygló útskrifaðist með B.A. í sviðslistum af leikarabraut LHÍ vorið 2018. Frá útskrift hefur hún og tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum í leikhúsi, kvikmyndum og sjónvarpi. Hún lék Helenu í Jónsmessunæturdraumi Shakespeares í Þjóðleikhúsinu 2019 og Gunnhildi í kvikmyndinni Þorpið í Bakgarðinum sem kom út árið 2021. Eygló starfar sem handritshöfundur og leikkona með sketsahópnum KANARÍ sem hefur gert samnefndar þáttaraðir á RÚV og leiksýninguna Kanarí í Kjallaranum í Þjóðleikhúsinu. Hún hefur einnig leikið í fjölda auglýsinga, er vinsæl rödd og hefur meðal annars verið rödd flugfélagsins Play og Sóley Organics. 

Eygló hefur unglingsaldri starfað í verkefnum á sviði leiklistar, en hennar fyrsta stóra hlutverk var í kvikmyndinni Gauragangur frá 2010 þar sem hún lék Höllu. Eygló er einn af stofnendum leikhópsins Konubarna en þær skrifuðu og settu upp sýninguna Konubörn í sem sló í gegn í Gaflaraleikhúsinu árið 2015. 

Eygló tekur að sér veislustjórn, en hún var m.a. kynnir á Lúðrinum, íslensku auglýsingaverðlaununum 2022.