Eygló Hilmarsdóttir

Eygló Hilmarsdóttir er leikkona fædd árið 1992. Hún útskrifaðist með B.A. gráðu í leiklist frá Listaháskóla Íslands vorið 2018. Eygló hefur unnið í fjölbreyttum verkefnum í leikhúsi, sjónvarpi og kvikmyndum. Stærsta hlutverk hennar á sviði er Helena í Jónsmessunæturdraumi Shakespeares í Þjóðleikhúsinu leikárið 2018-2019. Eygló er meðlimur í grínhópnum Kanarí sem sem er um þessar mundir að vinna að gamanþáttum sem fara í sýningar á RÚV í vetur 2021. Kanarí fékk einnig úthlutun frá Mennta og menningarmálaráðuneitinu og setur upp sketsasýningu í Þjóðleikhúskjallaranum í febrúar 2021. Eygló las fyrstu sjö bækurnar í hljóðbókarseríunni Galdrameistarinn eftir Margit Sandemo hjá Storytel og hefur verið auglýsingarödd Sóley Organics síðan 2016. Fyrir útskrift skrifaði hún og lék í gamanleikritinu Konubörn í Gaflaraleikhúsinu 2015 og í Kvikmyndinni Gauragangur 2010.

Eygló er búsett í vesturbæ Reykjavíkur ásamt lífsförunauti sínum, tvíburadætrum og stjúpdóttur.