Móðurskipið https://modurskipid.is/ Thu, 17 Nov 2022 09:57:21 +0000 is hourly 1 https://modurskipid.is/wp-content/uploads/2020/03/modurskipid_icon.png Móðurskipið https://modurskipid.is/ 32 32 Kristín Eysteinsdóttir https://modurskipid.is/kristin-eysteinsdottir/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=kristin-eysteinsdottir Fri, 04 Nov 2022 09:46:00 +0000 https://modurskipid.is/?p=6208 Kristín Eysteinsdóttir lauk meistaragráðu í leikstjórn frá Goldsmiths, University of London árið 2007 en áður hafði hún lokið BA námi í dramatúrgíu frá Árósarháskóla árið 2002. Kristín hefur leikstýrt yfir 20 leiksýningum í atvinnuleikhúsum og var fastráðinn leikstjóri við Borgarleikhúsið frá 2008 – 2014. Árið 2008 var hún valin leikstjóri ársins á Grímunni fyrir sýninguna Sá ljóti og …

Kristín Eysteinsdóttir Read More »

The post Kristín Eysteinsdóttir appeared first on Móðurskipið.

]]>
Kristín Eysteinsdóttir lauk meistaragráðu í leikstjórn frá Goldsmiths, University of London árið 2007 en áður hafði hún lokið BA námi í dramatúrgíu frá Árósarháskóla árið 2002. Kristín hefur leikstýrt yfir 20 leiksýningum í atvinnuleikhúsum og var fastráðinn leikstjóri við Borgarleikhúsið frá 2008 – 2014. Árið 2008 var hún valin leikstjóri ársins á Grímunni fyrir sýninguna Sá ljóti og var einnig tilnefnd til til sömu verðlauna árin 2010, 2012 og 2013. Kristín hefur jafnframt leikstýrt við Útvarpsleikhúsið og starfað sem dramatúrg og aðstoðarleikstjóri við fjölda sýninga og hefur gegnt fjölmörgum ábyrgðarstöðum með stjórnarsetu og formennsku í ýmsum stjórnum og nefndum sem tengjast leiklist, menntun og útgáfu. 

Kristín var ráðin leikhússtjóri Borgarleikhússins árið 2014 og gegndi þeirri stöðu til ársins 2020. Undir hennar stjórn náði Borgarleikhúsið eftirtektarverðum árangri bæði listrænt og rekstrarlega, aðsóknarmet í leikhúsið voru slegin og leikhúsið hlaut Grímuna, íslensku sviðslistaverðlaunin, fyrir sýningu ársins öll þau ár sem hún var leikhússtjóri. Einnig ferðaðist Mávurinn, sem Borgarleikhúsið setti upp árið 2015, á þrjár stórar erlendar leiklistarhátíðir í Kína, Finnlandi og Póllandi.

Kristín var ráðin í stöðu prófessors við sviðslistadeild Listaháskóla Íslands í ágúst 2022. Þá lauk hún nýverið við fyrstu stuttmynd sína, Samræmi, og er um þessar mundir að undirbúa sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd sem er komin vel á veg í þróun.

The post Kristín Eysteinsdóttir appeared first on Móðurskipið.

]]>
Berglind Alda Ástþórsdóttir https://modurskipid.is/berglind-alda-astthorsdottir/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=berglind-alda-astthorsdottir Mon, 12 Sep 2022 14:39:52 +0000 https://modurskipid.is/?p=6049 Berglind Alda Ástþórsdóttir er leikkona, fædd árið 1999. Hún stundar nám á leikarabraut í Listaháskóla Íslands og kemur til með að útskrifast vorið 2024. Berglind hefur mikla reynslu í sjónvarpi og er hún þá helst þekkt fyrir hlutverk sitt sem Lilja í þáttaseríunni Venjulegt Fólk 4, svo eitthvað sé nefnt. Einnig hefur hún leikið mikið …

Berglind Alda Ástþórsdóttir Read More »

The post Berglind Alda Ástþórsdóttir appeared first on Móðurskipið.

]]>
Berglind Alda Ástþórsdóttir er leikkona, fædd árið 1999. Hún stundar nám á leikarabraut í Listaháskóla Íslands og kemur til með að útskrifast vorið 2024.

Berglind hefur mikla reynslu í sjónvarpi og er hún þá helst þekkt fyrir hlutverk sitt sem Lilja í þáttaseríunni Venjulegt Fólk 4, svo eitthvað sé nefnt. Einnig hefur hún leikið mikið fyrir Áramótaskaupið (2019-2021) á RÚV og sá um Krakkaskaupið með Mikael Emil árin 2019-2021. Krakkaskaupið fékk tvær tilnefningar og hlaut verðlaun fyrir barna- og fjölskylduefni ársins á Sögum, verðlaunahátíð barnanna árið 2020. Nú eru þau þáttastjórnendur á hinum vinsæla spurningaþætti Krakkakviss á Stöð 2 og er önnur sería í bígerð. Saman hafa þau líka verið kynnar á Skrekk (2017-2019), tekið þátt í skrifum og leik fyrir sketsaþættina Vandró (2020) og komið fram sem kynnar og veislustjórar við ýmis tilefni.

Eftir að hafa útskrifast úr Verzlunarskóla Íslands og tekið þar þátt í söngleikjum og leiksýningum, skrifaði og lék Berglind í farsæla leikritinu Fyrsta Skiptið (2018),ásamt fimm öðrum ungmennum. Fyrsta Skiptið var m.a. valin ein af bestu sýningum ársins hjá Morgunblaðinu. Sýningin var svo keypt af Sjónvarpi Símans og síðar af breskum leikhópi.

Eftir Fyrsta Skiptið hélt Berglind áfram að spreyta sig á leiksviðinu og því næst var það sem eitt af aðalhlutverkum í leikverkinu Ðe Lónlí Blú Bojs (2019)sem hlaut mikið lof í Bæjarbíói. Einnig skrifaði hún, ásamt Höskuldi Þór, og lék í leiksýningunni Hlið við Hlið (2021), en sú sýning var byggð á lögum Friðriks Dórs og lifði lengi vel í Gamla Bíói.

The post Berglind Alda Ástþórsdóttir appeared first on Móðurskipið.

]]>
Ebba Sig https://modurskipid.is/ebba-sig/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=ebba-sig Thu, 08 Sep 2022 17:16:38 +0000 https://modurskipid.is/?p=6027 Ebba Sig er leikkona, uppistandari og skemmtanastýra. Hún útskrifaðist af leikarabraut frá Rose Bruford Collage í London árið 2015 og setti í kjölfarið upp Einleikinn Guðmóðirin á Kaffi Laugalæk. Þar var Ebba í aðalhlutverki en auk þess að leika, skrifaði hún verkið og framleiddi. Sýningin vakti mikla athygli og var uppselt öll kvöld. Frá því hefur Ebba reglulega verið með uppistand, á Kaffi Laugalæk og …

Ebba Sig Read More »

The post Ebba Sig appeared first on Móðurskipið.

]]>
Ebba Sig er leikkona, uppistandari og skemmtanastýra. Hún útskrifaðist af leikarabraut frá Rose Bruford Collage í London árið 2015 og setti í kjölfarið upp Einleikinn Guðmóðirin á Kaffi Laugalæk. Þar var Ebba í aðalhlutverki en auk þess að leika, skrifaði hún verkið og framleiddi. Sýningin vakti mikla athygli og var uppselt öll kvöld. Frá því hefur Ebba reglulega verið með uppistand, á Kaffi Laugalæk og Hard Rock svo dæmi séu nefnd en einnig í ýmsum einkasamkvæmum og fyrirtækjaskemmtunum. Ebba er einnig þaulvön veislustýra.

The post Ebba Sig appeared first on Móðurskipið.

]]>
Kristinn Óli S. Haraldsson https://modurskipid.is/kristinn-oli-s-haraldsson/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=kristinn-oli-s-haraldsson Wed, 07 Sep 2022 18:47:53 +0000 https://modurskipid.is/?p=5995 Kristinn Óli S. Haraldsson (1999) byrjaði ungur að leika á sviði og í kvikmyndum. Sem barn fór hann með hlutverk í kvikmyndinni Bjarnfreðarson (2009) og tók þátt í uppsetningu Þjóðleikhússins á sýningunum Óvitar (2013) og Fjalla-Eyvindur og Halla (2015). Á síðustu árum tók Kristinn Óli þátt í söngleiknum We Will Rock You í Háskólabíó, fór …

Kristinn Óli S. Haraldsson Read More »

The post Kristinn Óli S. Haraldsson appeared first on Móðurskipið.

]]>
Kristinn Óli S. Haraldsson (1999) byrjaði ungur að leika á sviði og í kvikmyndum. Sem barn fór hann með hlutverk í kvikmyndinni Bjarnfreðarson (2009) og tók þátt í uppsetningu Þjóðleikhússins á sýningunum Óvitar (2013) og Fjalla-Eyvindur og Halla (2015). Á síðustu árum tók Kristinn Óli þátt í söngleiknum We Will Rock You í Háskólabíó, fór með hlutverk í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á Benedikt Búálfi og í söngleiknum Hlið við Hlið sem settur var upp í Gamla bíó 2021. Þá fór Kristinn Óli með hlutverk í kvikmyndinni Agnes Joy sem kom út árið 2019.

Kristinn Óli hefur komið víða við í listinni þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur m.a. skapað sér gott orð sem tónlistarmaður undir nafninu Króli. Árið 2017 gaf hann út lagið B.O.B.A, með félaga sínum JóaPé, sem sló rækilega í gegn. Kristinn Óli hefur gefið út fimm plötur síðan árið 2017 og átti þar á meðal mest seldu plötu ársins 2018. Hann hefur auk þess fimm sinnum hlotið Hlustendaverðlaunin og fjórum sinnum fengið Íslensku tónlistarverðlaunin og bæði samdi og flutti lokalag áramótaskaupsins árið 2018.

Kristinn Óli hóf leiklistarnám við Listaháskóla Íslands haustið 2022.

The post Kristinn Óli S. Haraldsson appeared first on Móðurskipið.

]]>
Guðmundur Þorvaldsson https://modurskipid.is/gudmundur-thorvaldsson/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=gudmundur-thorvaldsson Wed, 31 Aug 2022 16:12:11 +0000 https://modurskipid.is/?p=5959 Guðmundur Þorvaldsson hefur leikið um 50 kvikmynda- og sjónvarpsverkum á Íslandi og erlendis. Auk þess hefur hann leikið og leikstýrt mikið í leikhúsi og gefið út 6 hljómplötur með eigin efni. Helst ber að nefna að hann lék annað stærsta hlutverkið í tölvuleiknum Assassins Creed Valhalla. Lék Remus í The Witcher, lék í Eurovision, The …

Guðmundur Þorvaldsson Read More »

The post Guðmundur Þorvaldsson appeared first on Móðurskipið.

]]>
Guðmundur Þorvaldsson hefur leikið um 50 kvikmynda- og sjónvarpsverkum á Íslandi og erlendis. Auk þess hefur hann leikið og leikstýrt mikið í leikhúsi og gefið út 6 hljómplötur með eigin efni. Helst ber að nefna að hann lék annað stærsta hlutverkið í tölvuleiknum Assassins Creed Valhalla. Lék Remus í The Witcher, lék í Eurovision, The Story of Fire Saga og aðalhlutverkið í bresku myndinni Chasing Robert Barker. Guðmundur var tilnefndur til NFA verðlaunanna í Bretlandi fyrir þá mynd fyrir besta leik karls í aðalhlutverki. Guðmundur lék Kristófer í WOLKA eftir Árna Óla Ásgeirsson, Gunnar í kanadísku kvikmyndinni All Eyes On Me og Kristófer í kanadísku myndinni April Skies sem báðum var leikstýrt af Pascal Payant.

The post Guðmundur Þorvaldsson appeared first on Móðurskipið.

]]>
Björgvin Franz Gíslason https://modurskipid.is/bjorgvin-franz-gislason-2/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=bjorgvin-franz-gislason-2 Wed, 29 Jun 2022 10:12:55 +0000 https://modurskipid.is/?p=5728 Björgvin Franz Gíslason útskrifaðist frá Leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2001. Hann hefur  síðan m.a. leikið burðarhlutverk hjá Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, samanber Halti Billi, Allir á svið, Elly, Söngleikurinn Matthildur og Jólaflækja ásamt því að starfa hjá sjálfstæðu leikhúsunum í sýningum eins og Hedwig & Reiða Restin, Benedikt Búálfur og Buddy Holly. Björgvin starfaði lengi sem …

Björgvin Franz Gíslason Read More »

The post Björgvin Franz Gíslason appeared first on Móðurskipið.

]]>
Björgvin Franz Gíslason útskrifaðist frá Leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2001. Hann hefur  síðan m.a. leikið burðarhlutverk hjá Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, samanber Halti Billi, Allir á svið, Elly, Söngleikurinn Matthildur og Jólaflækja ásamt því að starfa hjá sjálfstæðu leikhúsunum í sýningum eins og Hedwig & Reiða Restin, Benedikt Búálfur og Buddy Holly. Björgvin starfaði lengi sem umsjónarmaður Stundarinnar Okkar en þátturinn vann EDDUNA fyrir besta barnaefnið 2011. Björgvin rekur kvikmyndagerðina Veitan sem stóð meðal annars fyrir þáttunum Í Hjarta Bæjarins – Þú Hýri Hafnarfjörður árið 2018. Björgvin starfar við að talsetja teiknimyndir hjá Stúdíó Sýrlandi og hefur farið þar með stór hlutverk á borð við Zazu í Lion King og Forky í Toy Story 4 svo dæmi séu tekin. Björgvin hefur um árabil starfað sem veislustjóri, kynnir, töframaður og eftirherma fyrir hin ýmsu fyrirtæki, skóla og bæjarhátíðir víðsvegar um landið.

The post Björgvin Franz Gíslason appeared first on Móðurskipið.

]]>
Katla Njálsdóttir https://modurskipid.is/katla-njalsdottir/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=katla-njalsdottir Mon, 27 Jun 2022 11:45:43 +0000 https://modurskipid.is/?p=5706 Katla Þ. Njálsdóttir er söng- og leikkona fædd 2002, þá helst þekkt fyrir Hjartastein (2017), Fanga (2017), Vitjanir (2022) og Söngvakeppni sjónvarpsins 2022. Katla hóf feril sinn fyrir alvöru rúmlega 13 ára í kvikmyndinni Hjartasteinn eftir Guðmund Arnar Guðmundsson. Þá næst lék hún Rebekku í þáttaseríunni Fangar í leikstjórn Ragnars Bragasonar. Sú sería var sýnd víðsvegar um Evrópu, þar á meðal á streymisveitunni Netflix. …

Katla Njálsdóttir Read More »

The post Katla Njálsdóttir appeared first on Móðurskipið.

]]>
Katla Þ. Njálsdóttir er söng- og leikkona fædd 2002, þá helst þekkt fyrir Hjartastein (2017)Fanga (2017)Vitjanir (2022) og Söngvakeppni sjónvarpsins 2022. Katla hóf feril sinn fyrir alvöru rúmlega 13 ára í kvikmyndinni Hjartasteinn eftir Guðmund Arnar Guðmundsson. Þá næst lék hún Rebekku í þáttaseríunni Fangar í leikstjórn Ragnars Bragasonar. Sú sería var sýnd víðsvegar um Evrópu, þar á meðal á streymisveitunni Netflix.

Nýjustu þátta og kvikmyndaverkefni Kötlu eru meðal annars stuttmyndin Signals (2022) eftir Rúnar Inga Einarsson. Einnig Vitjanir, þáttasería í leikstjórn Evu Sigurðardóttur, þar sem hún fer með eitt af burðarhlutverkunum. Búið er að sýna seríuna á Rúv, nú er hún í sýningu víðsvegar um Evrópu, líka í Bandaríkjunum og Kanada. Katla fór einnig með lítið hlutverk í mynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, Svar Við Bréfi Helgu (2022).

Katla hefur einnig reynslu á sviði. Hún hóf þann feril árið 2019 í Queen söngleiknum We  Will Rock You, sem Scaramouche, önnur tveggja  aðalhlutverka. We Will Rock you var sýnd átta sinnum fyrir fullum sal í Háskólabíó. Sú sýning var í leikstjórn Vignis Rafns Valþórssonar. Því næst lék hún hina 14 ára Ellu í sýningunni Er Ég Mamma mín? (2020-2022) Í Borgarleikhúsinu. María Reyndal var þar höfundur og leikstjóri og var sýningin sýnd 38 sinnum. Einnig hefur hún verið kynnir ásamt Gunnari vini sínum Skrekk (2021), hæfileikakeppni unglinga í Reykjavík. Skrekkur er haldin hátíðlega ár hvert á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu í beinni á RÚV ár hvert.

Nýjustu sviðsverkefnin eru meðal annars söngleikurinn Ávaxtakarfan (2022), sem sýndur var í Hörpu, í leikstjórn Guðjóns Davíðs Karlssonar. Í sýningunni fór Katla með hlutverk Rannveigar Rauða Eplis. Annað nýlegt verkefni var Söngvakeppni sjónvarpsins 2022, þar sem hún komst í úrslit. Söngvakeppni sjónvarpsins er íslenska undankeppnin fyrir Eurovision. Katla flutti lagið Þaðan af eftir Jóapé, Króla, Ceasetone og Snorra Beck. 

Katla komst inn á leikarabraut Listaháskóla Íslands 2022.

The post Katla Njálsdóttir appeared first on Móðurskipið.

]]>
Mikki og Begga https://modurskipid.is/mikki-og-begga/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=mikki-og-begga Thu, 23 Jun 2022 14:28:46 +0000 https://modurskipid.is/?p=5690 Beggu og Mikka þekkja eflaust flestir sem hafa fylgst með íslensku fjölskylduefni síðustu ár, en þar hafa þau getið sér gott orð. Þá hafa þau komið fram sem kynnar Skrekks, stjórnað spurningarþættinum Krakkakviss og séð um umsjón á Krakkaskaupinu síðastliðin þrjú ár. Ofan á þetta hafa þau komið fram hér og þar sem kynnar og …

Mikki og Begga Read More »

The post Mikki og Begga appeared first on Móðurskipið.

]]>
Beggu og Mikka þekkja eflaust flestir sem hafa fylgst með íslensku fjölskylduefni síðustu ár, en þar hafa þau getið sér gott orð. Þá hafa þau komið fram sem kynnar Skrekks, stjórnað spurningarþættinum Krakkakviss og séð um umsjón á Krakkaskaupinu síðastliðin þrjú ár. Ofan á þetta hafa þau komið fram hér og þar sem kynnar og veislustjórar. Allt hefur þetta hlotið mikið lof áhorfenda og hlutu þau verðlaun fyrir Krakkaskaupið 2020 sem besta barna og fjölskylduefnið á Sögum, verðlaunarhátíð barna.

The post Mikki og Begga appeared first on Móðurskipið.

]]>
Andri Ívars https://modurskipid.is/andri-ivars/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=andri-ivars Thu, 23 Jun 2022 11:17:37 +0000 https://modurskipid.is/?p=5668 Andri Ívars er grínisti og gítarsnillingur og hefur starfað sem slíkur í tæpan áratug. Andri er þekktur fyrir að blanda tilþrifamiklum gítarleik inn í uppistandsrútínu sína sem skapar honum nokkuð afgerandi sérstöðu á Íslandi. Andri var um árabil meðlimur dúettsins Föstudagslögin með Stefáni Jakobssyni söngvara þungarokkshljómsvetarinnar Dimmu en dúettinn flutti grín í bland við “akústískar” …

Andri Ívars Read More »

The post Andri Ívars appeared first on Móðurskipið.

]]>
Andri Ívars er grínisti og gítarsnillingur og hefur starfað sem slíkur í tæpan áratug. Andri er þekktur fyrir að blanda tilþrifamiklum gítarleik inn í uppistandsrútínu sína sem skapar honum nokkuð afgerandi sérstöðu á Íslandi. Andri var um árabil meðlimur dúettsins Föstudagslögin með Stefáni Jakobssyni söngvara þungarokkshljómsvetarinnar Dimmu en dúettinn flutti grín í bland við “akústískar” útsetningar af þekktum lögum. Auk þess hefur Andri komið fram með uppistandshópnum Mið-Íslandi og sem upphitunaratriði fyrir Ara Eldjárn svo eitthvað sé nefnt. 

The post Andri Ívars appeared first on Móðurskipið.

]]>
Steiney Skúladóttir https://modurskipid.is/steiney-skuladottir-2/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=steiney-skuladottir-2 Tue, 17 May 2022 12:21:11 +0000 https://modurskipid.is/?p=5475 Steiney Skúladóttir er spunaleikkona, rappari og sketsahöfundur. Hún er fædd í Reykjavík 1990 og sýndi snemma áhuga á að feta sömu leið og sótti hin ýmsu leiklistarnámskeið og lék í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum frá unga aldri. Árið 2014 gekk hún til liðs við Hraðfréttir sem virkilega óþægilega menningarfréttakona, byrjaði í rappsveitinni Reykjavíkurdætrum og á námskeiðum í …

Steiney Skúladóttir Read More »

The post Steiney Skúladóttir appeared first on Móðurskipið.

]]>
Steiney Skúladóttir er spunaleikkona, rappari og sketsahöfundur. Hún er fædd í Reykjavík 1990 og sýndi snemma áhuga á að feta sömu leið og sótti hin ýmsu leiklistarnámskeið og lék í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum frá unga aldri.

Árið 2014 gekk hún til liðs við Hraðfréttir sem virkilega óþægilega menningarfréttakona, byrjaði í rappsveitinni Reykjavíkurdætrum og á námskeiðum í spuna hjá Improv Ísland.
Steiney er enn að grúska í öllum þessum hlutum nema í stað Hraðfrétta hafa þættirnir Kanarí tekið við þar sem hún skrifar og leikur sketsa. Hún sýnir spuna alla miðvikudaga í Þjóðleikhúskjallaranum með Improv Ísland og Reykjavíkurdætur halda áfram að kanna ótroðnar slóðir.

Að telja upp öll þau hlutverk sem Steiney hefur brugðið sér í með Kanarí og Improv Ísland væri ógjörningur og eru þau jafn ólík og þau eru mörg.
Steiney hefur gert sína eigin sjónvarpsþætti, Framapot og Heilabrot, ásamt Sigurlaugu Söru Gunnarsdóttir. Hún hefur verið kynnir í beinum útsendingum í sjónvarpi eins og í Söngkeppni framhaldsskólanna, Skrekk og Samfés.

The post Steiney Skúladóttir appeared first on Móðurskipið.

]]>