Guðmundur Einar

Guðmundur Einar, einnig þekktur sem Geinar, er grínisti, leikari, leikstjóri og fjöllistamaður. Hann hefur getið sér gott orð í gamanleik sem einn af máttarstólpum Improv Ísland, auk þess sem hann leikstýrir sjónvarpsþáttunum Kanarí á RÚV – sem hann leikur einnig í, skrifar og klippir. Undanfarið hefur hann stimplað sig inn sem einn efnilegasti uppistandari landsins. 

Annað gamanefni sem Guðmundur hefur tekið þátt í með ýmsum hætti eru til að mynda innslög Berglindar Festival í Vikunni með Gísla Marteini, sketsar með Sögu Garðarsdóttur í sjónvarpsþáttunum Straumum á RÚV, myndbönd Iceland Music News í samvinnu við hljómsveitina Hatara, sjónvarpsþættirnir Meikar ekki sens og fleira og fleira.

Guðmundur útskrifaðist með BA gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands og stundaði auk þess nám í myndlist í Myndlistarskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands, og kvikmyndagerð í European FIlm College í Danmörku. 

Upplýsingar og bókanir á bokanir@modurskipid.is