Guðmundur Ingi útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 1998 og hefur síðan þá verið afar virkur listamaður og mörgum vígstöðvum hérlendis og erlendis. Meðal nýlegar erlendra verkefna hans má nefna að hann lék Marcellus á móti Anthony Hopkins í amerísku stórmyndinni Mary, Fargrim í tölvuleiknum Hellblade II, Sigurd Styrbjornsson í tölvuleiknum Assassin’s Creed Valhalla, Remus í The Witcher og Gunnar í All Eyes On Me. Hann lauk Mastersnámi sem sviðshöfundur frá Goldsmiths í London árið 2009 og er með MBA gráðu frá HR upp á vasann frá 2014.
Guðmundur hefur alla sína tíð verið í hljómsveitum og hefur gefið út 6 breiðskífur með eigin efni undur merkjum hljómsveitanna Atómstöðin, Tvö dónaleg haust, Loftskeytamenn og Stórsveit Guðmundar Inga. Í tónlist er söngur, gítar og munnharpa hans forte