Guðmundur Þorvaldsson


Guðmundur Þorvaldsson hefur leikið hlutverk í yfir 50 kvikmynda- og sjónvarpsverkefnum á Íslandi og erlendis. Nú síðast lék hann Marcellus, hægri hönd Heródesar (Anthony Hopkins) í amerísku stórmyndinni Mary í leikstjórn DJ Caruso. Hann lék Sigurd Styrbjornsson í tölvuleiknum Assassins Creed Valhalla og Fargrim í tölvuleiknum Hellblade (mocap). Hann hefur leikið í yfir 40 sýningum í leikhúsi, hérlendis og erlendis og leikstýrt á þriðja tug verka.  Hann hefur gefið út 6 hljómplötur með eigin efni, undir merkjum Atómstöðvarinnar, Tveggja Dónalegra Hausta, Loftskeytamanna og Stórsveit Guðmundar Inga. 

Guðmundur lék Remus í The Witcher, lék í Eurovision – The Story of Fire Saga, aðalhlutverkið í bresku myndinni Chasing Robert Barker og fyrir það, tilnefndur til NFA verðlaunanna í Bretlandi fyrir besta leik karls í aðalhlutverki. Guðmundur lék Kristófer í WOLKA eftir Árna Óla Ásgeirsson, Gunnar í kanadísku kvikmyndinni All Eyes On Me og Kristófer í kanadísku myndinni April Skies sem báðum var leikstýrt af Pascal Payant.