Guðmundur Þorvaldsson

Guðmundur Þorvaldsson hefur leikið um 50 kvikmynda- og sjónvarpsverkum á Íslandi og erlendis. Auk þess hefur hann leikið og leikstýrt mikið í leikhúsi og gefið út 6 hljómplötur með eigin efni. Helst ber að nefna að hann lék annað stærsta hlutverkið í tölvuleiknum Assassins Creed Valhalla. Lék Remus í The Witcher, lék í Eurovision, The Story of Fire Saga og aðalhlutverkið í bresku myndinni Chasing Robert Barker. Guðmundur var tilnefndur til NFA verðlaunanna í Bretlandi fyrir þá mynd fyrir besta leik karls í aðalhlutverki. Guðmundur lék Kristófer í WOLKA eftir Árna Óla Ásgeirsson, Gunnar í kanadísku kvikmyndinni All Eyes On Me og Kristófer í kanadísku myndinni April Skies sem báðum var leikstýrt af Pascal Payant.