Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir er uppistandari, handritshöfundur, sviðshöfundur og leikstjóri. Hún lauk BA gráðu frá sviðshöfundabraut LHÍ árið 2016.
Hekla hefur komið fram með uppistandshópnum Fyndnustu Mínar frá árinu 2019, en hópurinn hefur staðið að fjölda sýninga í Þjóðleikhúskjallaranum, Tjarnarbíói og Borgarleikhúsinu. Þá var nýjasta sýning Fyndnustu minna hluti af verkefninu Umbúðalaust hjá Borgarleikhúsinu, sem hlaut Grímuverðlaun fyrir Sprota ársins það árið.
Hekla var einn höfunda sjónvarpsseríunnar Jarðarförin mín sem sýnd var í Sjónvarpi Símans vorið 2020, sem og framhaldsseríunnar Brúðkaupið mitt sem kom út árið 2022 og hlaut tilnefningu til Edduverðlauna í flokknum leikið sjónvarpsefni ársins. Árið 2020 leikstýrði Hekla gamanleikritinu Fullorðin hjá Leikfélagi Akureyrar ásamt Mörtu Nordal, sýningu sem gekk fyrir fullu húsi í tvö ár og var síðar sett upp og sýnd í Þjóðleikhússkjallaranum veturinn 2022-2023.
Í uppistandi sínu fjallar Hekla helst um málefni líðandi stundar, pólitík, poppkúltúr, sambönd og vináttu kvenna, svo eitthvað sé nefnt.