Hildur Vala Baldursdóttir

Hildur Vala Baldursdóttir, útskrifaðist frá leikarabraut Listaháskóla Íslands vorið 2019 og hefur síðan þá verið áberandi bæði í leikhúsi og sjónvarpi.

Eftir útskrift úr Listaháskólanum hóf Hildur Vala störf við Þjóðleikhúsið, þar sem hún tók við titilhlutverki Ronju ræningjadóttur. Hildur Vala hefur tekið þátt í fjölmörgum sýningum við Þjóðleikhúsið en meðal annars fór hún með aðalhlutverk Elsu í söngleiknum Frost. Fyrir framúrskarandi frammistöðu sína var hún tilnefnd til Grímuverðlauna sem söngvari ársins 2024 og einnig sem söngkona ársins á Sögum – verðlaunahátíð barnanna.

Hildur Vala hefur tekið þátt í fjölmörgum vinsælum sýningum, þar á meðal Kardemommubænum, Nashyrningunum, Ör, Meistaranum og Margarítu, Atómstöðinni – endurliti, Útsendingu, Múttu Courage, Sem á himni, Stormi og Eltum Veðrið. Í Eltum veðrið kom Hildur einnig að handrita- og leikgerð ásamt þeim hópi sem stóð að sýningunni. 

Samhliða leiklistinni hefur Hildur Vala unnið sem söngkona og raddlesari. Hún var rödd Icelandair frá 2019 til 2022 og hefur lesið inn á auglýsingar og unnið við hljóðbókalestur.

Hildur Vala hefur einnig komið fram á skjánum í ýmsum verkefnum. Hún lék í Venjulegu fólki (seríu 2 og 3), Aftureldingu, Stellu Blómkvist, Kötlu og var einnig í stuttmyndinni Skeljar. Þá hefur hún komið fram í áramótaskaupinu og söng opnunaratriði þess árið 2023. Hún hefur einnig leikið í auglýsingum fyrir ýmis þekkt innlend og erlend fyrirtæki.