Inga Steinunn er sviðshöfundur, spunaleikkona og uppistandari.
Hún frumsýndi uppistandið sitt „Allt í góðu lagi“ árið 2023 sem fékk gríðargóðar viðtökur og í kjölfarið frumsýndi hún Vangadans, uppistandssýningu í Þjóðleikhúskjallaranum ásamt Hákoni Erni Helgasyni.
Inga Steinunn hefur sýnt með spunaleikhópnum Improv Ísland frá árinu 2019 auk þess að kenna spuna á námskeiðum og í sjáfstæðum spunaleikhópum.
Hún skrifaði sketsþættina Viðundur ásamt Björgu Steinunni sem sýndir voru Bíó Paradís.
Inga Steinunn starfar við uppistand, veislustjórn, handritsskrif, sketsaskrif, spunakennslu og hópefli.