Ingvar E. Sigurðsson

Ingvar útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1990 og hefur síðan sett svip sinn á íslensku leiklistarsenuna bæði í leikhúsum og kvikmyndum.

Ingvar hefur leikið um fjörutíu hlutverk í innlendum og erlendum kvikmyndum auk fjölmargra hlutverka í sjónvarpi og stuttmyndum. 

Ingvar hefur unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín. Hann var valinn sem “Shooting star” í Evrópu árið 1990 og valinn besti leikarinn í Evrópu “People´s Choice” fyrir aðalhlutverk í kvikmyndinni Angels of the Universe árið 2000. Ingvar hefur sjö sinnum fengið Edduna fyrir leikara í aðalhlutverki.