Jakob van Oosterhout

Jakob van Oosterhout (1997) er íslenskur/hollenskur leikari sem útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands með BA gráðu í leiklist vorið 2024. Nýlega fór hann með hlutverk í kvikmyndunum Greenland: Migration og Ljósbrot sem og sjónvarpsþáttunum The Darkness og Felix og Klara. Á næsta leikári mun hann fara með hlutverk í söngleiknum Stormur í Þjóðleikhúsinu sem skrifaður er af Unni Ösp Stefánsdóttur og Unu Torfa.

Jakob er með burtfararpróf í trompetleik og hefur þar að auki mikla söngreynslu. Hann er með bakgrunn í fimleikum og dansi og hefur lokið BADC (British Academy of Dramatic Combat) foundation-námskeiði í bardagatækni.

Auk sviðs- og kvikmyndaverkefna hefur Jakob unnið töluvert við hljóðbókalestur sem og talsetningar.

Jakob er altalandi á íslensku, hollensku, ensku og dönsku.

Raddprufur