Katrín Oddsdóttir er lögfræðingur með mikla reynslu af fundarstjórn, fyrirlestrahaldi og kennslu. Katrín hefur þann ágæta eiginlega að geta miðlað ýmsum efnum á mannamáli sem kunna að virðast flókin við fyrstu sýn.
Katrín hefur tekið að sér flytja hugvekjur fyrir fyrirtæki og stofnanir sem eru sérsniðnar að hverjum viðskiptavin hvað varðar áherslur og efni. Meðal vinsælla fyrirlestra Katrínar er „mannréttindi á mannamáli“ sem hún hefur flutt víða. Auk þess hefur hún ferðast um heiminn undanfarin ár til að flytja fyrirlestra um tilurð og efni nýju íslensku stjórnarskrárinnar. Má þar nefna háskóla á borð við Harvard, Yale og Princeton í Bandaríkjunum. Auk þess hefur hún flutt fyrirlestra um þetta mál fyrir lítil hagsmunasamtök og allt upp í ráðstefnur á vegum OECD og Evrópusambandsins.
Katrín er starfar sem lögmaður hjá Rétti lögmannsstofu, en sinnir einnig lögfræðilegri ráðgjöf fyrir ýmis samtök. Hún vann um árabil á auglýsingastofu og hefur einnig reynslu af stefnumótum og hugmyndavinnu.
Katrín er með BA gráðu í fjölmiðlafræði og lögfræði og meistaragráðu í mannréttindum. Hún leggur um þessar mundir stundir á doktorsnám í lýðræðislegri stjórnarskrárgerð við Háskóla Íslands.