Katrín Oddsdóttir

Katrín Oddsdóttir er lögfræðingur með mikla reynslu af fundarstjórn, fyrirlestrahaldi og kennslu. Katrín hefur þann ágæta eiginlega að geta miðlað ýmsum efnum á mannamáli sem kunna að virðast flókin við fyrstu sýn. 

Katrín hefur tekið að sér flytja hugvekjur fyrir fyrirtæki og stofnanir sem eru sérsniðnar að hverjum viðskiptavin hvað varðar áherslur og efni. Meðal vinsælla fyrirlestra Katrínar er „mannréttindi á mannamáli“ sem hún hefur flutt víða. Auk þess hefur hún ferðast um heiminn undanfarin ár til að flytja fyrirlestra um tilurð og efni nýju íslensku stjórnarskrárinnar. Má þar nefna háskóla á borð við Harvard, Yale og Princeton í Bandaríkjunum. Auk þess hefur hún flutt fyrirlestra um þetta mál fyrir lítil hagsmunasamtök og allt upp í ráðstefnur á vegum OECD og Evrópusambandsins.

Katrín er starfar sem lögmaður hjá Rétti lögmannsstofu, en sinnir einnig lögfræðilegri ráðgjöf fyrir ýmis samtök. Hún vann um árabil á auglýsingastofu og hefur einnig reynslu af stefnumótum og hugmyndavinnu.  

Katrín er með BA gráðu í fjölmiðlafræði og lögfræði og meistaragráðu í mannréttindum. Hún leggur um þessar mundir stundir á doktorsnám í lýðræðislegri stjórnarskrárgerð við Háskóla Íslands.

Fundarstjórn

Katrín hefur mjög mikla reynslu af fundarstjórn og hefur m.a. sinnt fjölmörgum slíkum verkefnum sem tengjast náttúruvernd og sjálfbærni undanfarið, ýmist fyrir eiknaaðila, Háskóla og opinberar stofnanir. Katrín er ein af örfáum manneskjum þessa lands sem raunverulega elska fundarstjórn og fær hún ómetanlegt kikk út úr því að sjá til þess að dagskrá haldist en samtal engu að síður fundarins sé merkingabært og skemmtilegt.

Katrín er einnig athafnastjóri hjá Siðmennt og hefur  einnig víðtæka reynslu af veislustjórnun.

Fyrirlestrar

Stundum fæðast hugmyndir sem mannkynið getur verið ótrúlega fljótt að tileinka sér og ákveða að trúa á í sameiningu og jafnvel berjast fyrir. Mannréttindi eru einmitt slík hugmynd. Sem hugtak hafa mannréttindi átt sigri að fagna í heiminum undanfarna áratugi. En hvaðan sprettur þessi hugsun og hvað eru mannréttindi? Katrín fer yfir sögu og þróun mannréttinda á fyndinn, fræðandi og aðgengilegan hátt.

Katrín Oddsdóttir er lögfræðingur með mikla reynslu af fyrirlestrahaldi og kennslu. Katrín hefur þann ágæta eiginlega að geta miðlað ýmsum efnum á mannamáli sem kunna að virðast flókin við fyrstu sýn. Katrín hefur tekið að sér flytja hugvekjur fyrir fyrirtæki og stofnanir sem eru sérsniðnar að hverjum viðskiptavin hvað varðar áherslur og efni.

Meðal vinsælla fyrirlestra Katrínar er “mannréttindi á mannamáli” sem hún hefur flutt víða. Auk þess hefur hún ferðast um heiminn undanfarin ár til að flytja fyrirlestra um tilurð og efni nýju íslensku stjórnarskrárinnar. Má þar nefna háskóla á borð við Harvard, Yale og Princeton í Bandaríkjunum. Auk þess hefur hún flutt fyrirlestra um þetta mál fyrir lítil hagsmunasamtök og allt upp í ráðstefnur á vegum OECD og Evrópusambandsins.

Katrín vann um árabil á auglýsingastofu og hefur einnig reynslu af stefnumótum og hugmyndavinnu. Katrín er með BA gráðu í fjölmiðlafræði og lögfræði og meistaragráðu í mannréttindum. Frá árinu 2020 hefur Katrín lagt stund á doktorsnám í lýðræðislegri stjórnarskrárgerð við Háskóla Íslands.