Katla Njálsdóttir

Katla Þ. Njálsdóttir er söng- og leikkona fædd 2002, þá helst þekkt fyrir Hjartastein (2017)Fanga (2017)Vitjanir (2022) og Söngvakeppni sjónvarpsins 2022. Katla hóf feril sinn fyrir alvöru rúmlega 13 ára í kvikmyndinni Hjartasteinn eftir Guðmund Arnar Guðmundsson. Þá næst lék hún Rebekku í þáttaseríunni Fangar í leikstjórn Ragnars Bragasonar. Sú sería var sýnd víðsvegar um Evrópu, þar á meðal á streymisveitunni Netflix.

Nýjustu þátta og kvikmyndaverkefni Kötlu eru meðal annars stuttmyndin Signals (2022) eftir Rúnar Inga Einarsson. Einnig Vitjanir, þáttasería í leikstjórn Evu Sigurðardóttur, þar sem hún fer með eitt af burðarhlutverkunum. Búið er að sýna seríuna á Rúv, nú er hún í sýningu víðsvegar um Evrópu, líka í Bandaríkjunum og Kanada. Katla fór einnig með lítið hlutverk í mynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, Svar Við Bréfi Helgu (2022).

Katla hefur einnig reynslu á sviði. Hún hóf þann feril árið 2019 í Queen söngleiknum We  Will Rock You, sem Scaramouche, önnur tveggja  aðalhlutverka. We Will Rock you var sýnd átta sinnum fyrir fullum sal í Háskólabíó. Sú sýning var í leikstjórn Vignis Rafns Valþórssonar. Því næst lék hún hina 14 ára Ellu í sýningunni Er Ég Mamma mín? (2020-2022) Í Borgarleikhúsinu. María Reyndal var þar höfundur og leikstjóri og var sýningin sýnd 38 sinnum. Einnig hefur hún verið kynnir ásamt Gunnari vini sínum Skrekk (2021), hæfileikakeppni unglinga í Reykjavík. Skrekkur er haldin hátíðlega ár hvert á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu í beinni á RÚV ár hvert.

Nýjustu sviðsverkefnin eru meðal annars söngleikurinn Ávaxtakarfan (2022), sem sýndur var í Hörpu, í leikstjórn Guðjóns Davíðs Karlssonar. Í sýningunni fór Katla með hlutverk Rannveigar Rauða Eplis. Annað nýlegt verkefni var Söngvakeppni sjónvarpsins 2022, þar sem hún komst í úrslit. Söngvakeppni sjónvarpsins er íslenska undankeppnin fyrir Eurovision. Katla flutti lagið Þaðan af eftir Jóapé, Króla, Ceasetone og Snorra Beck. 

Katla komst inn á leikarabraut Listaháskóla Íslands 2022.