Katrín Halldóra Sigurðardóttir er útskrifuð leikkona af leiklistarbraut Listaháskóla Íslands. Hún stundaði söngnám við Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn og einnig á jazz- og rokkbraut í Tónlistarskóla FÍH. Hún hefur starfað frá árinu 2015 í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu og tekið þátt í hinum ýmsu uppfærslum. Katrín er þekktust fyrir að hafa túlkað Elly í samnefndum söngleik, samstarfs uppfærslu Borgarleikhússins og Vesturports.
Katrín Halldóra hefur hlotið fjölmargar tilnefningar og hlaut hún meðal annars Grímuna sem söngvari ársins fyrir túlkun sína á Ellý Vilhjálms í samnefndri uppfærslu. Hún hlaut einnig Menningarverðlaun DV fyrir sama hlutverk. Þá hlaut hún Edduna ásamt handritshópi Áramótaskaupsins 2018. Katrín hefur leikið í kvikmyndum og sjónvarpsþáttaröðum á borð við Ófærð II.
Hún er einn af stofnendum og meðlimum Improv Ísland, hefur komið töluvert fram með þeim og einnig starfað sem kennari á námskeiðum.
Katrín Halldóra starfar öllu jafna sem söngkona samhliða leiklistinni, hefur gefið út tvær solo plötur og haldið fjölmarga tónleika. Hún sér einnig um lestur hljóðbóka, handrita- og sketsa skrif, veislustjórn og margt fleira.